Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Gleðinn gengin í hús...Nú loksins eftir 4 sorgardaga tókum við frændur aftur upp gleðina. Það er kominn nýr nágranni!! Alveg hreint frábært kvikyndi sá arna. Hann heiti Sven Per Katterlund, ljóshærður, stæltur fallegur og ekki er það verra að draslið er svíi. Mamma hans er Svíagrýlan en hann vill helst ekkert tala um föður sinn, sem við vitum þó fyrir víst að er Hans Nóbel, eða herra Nóbel eins og við köllum hann. Sven mætti hérna seint í gærkveldi, hress að vanda og sönglaði stefið úr "Emil í kattholti" enda Emil hálfbróðir hans. Við horfðum auðvitað á hann úr felum eins og hann Alli Kamarú, foringi í heimavarnarliðinu, kenndi okkur. Og náði meira að segja mynd af honum þar sem hann gekk inn heimkeyrsluna með nærbuxurnar á hausnum, hann er hress. Já lifi Svíþjóð og lifi Selvogur með sína fögru skóga og bleiku hlíðar..... Uxinn......kallaður Hr.Níels!!
|