Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
föstudagur, janúar 30, 2004
Það vottaði fyrir þreytu í morgun...Fagur svona í morgunsárið! Já ég var nú svona í þreyttari kantinum í morgun enda fékk ég mér nokkra bjóra í gær. Við hjúin skildum Begga reyndar eftir í gær og sýndist mér hann vera kominn í veiðihug þegar við fórum. Annars er stefnan sett á þá Bjórbræður í kvöld og hvað gerist eftir það verður bara að koma í ljós. Frétti að Eiríkur væri hættur að eldast og hefði bara frestað hreinlega frestað afmælinu sínu um 2-3 ár, hann sagðist vera gefa fólki tíma til að safna fyrir alvöru gjöfum. "Ég vil ekki sjá eitthvað helvítis drasl bara blingbling og bjúgu" sagði kallinn þegar Rosso talaði við hann síðast. Er maðurinn orðinn gaga eða.. Til hamingju með daginn þegar þú ákveður loksins að halda hann. Uxinn.... Mamma ég vil líka blingbling!!
|