Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
mánudagur, febrúar 02, 2004
Gaman að þessum elskum...Mér finnst helvíti skemmtilegt hvað fólk er fljótt að snúa baki í hetjurnar. Í byrjun tímabils voru Þórsara aðalmennirnir heimamenn grétu af fögnuði og ætluðu seint að hætta að hylla strákana. Þá voru þeir sko "strákarnir okkar" og voru, ja bara nánast goð. Svo fóru úrslitin að falla röngu megin og nánast samstundis fóru allir að blóta leikmönnunum og stjórninni.Spurningin er auðvitað sú hvort að þeir aðilar sem eru sífellt bölvandi ættu ekki bara að fara í stjórnina eða bara alla leið og þjálfa þetta blessað lið. Ég veit það ekki, er ekki bara frábær árangur að komast upp í úravalsdeildina. Og það er nú bara aldrei að vita nema að þeir verði þarna að ári. Uxinn....annars finnst mér þeir skítlélegir!!
|