Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
föstudagur, janúar 28, 2005
Helst í fréttum er.....að Skúli Bjórbróðir er mættur til baunalands í heimsókn. En á sama tíma er Svenni sveittur upp á skaga við að heilla kvennþjóðina og tilvonandi fjölskyldumeðlimi. Ég er byrjaður í skólanum. Jibbííí. Hitti Aðalstein aðalmann Hestakráarerfingja og hans svensku ektakvinde síðustu helgi og eldaði mér svo lambakjöt um daginn. Hressandi... Verð vonandi fullur á þorrablóti fljótlega og eitthvað meira.Spjallaði Garp Fjallavin minn um daginn, hann tjáði mér það að Svenni væri ekki lengur vinur hans og að Bucchoinn væri að stefna á næsta Magnús Bess. Garpur er víst líka búin að ná Geir vini sínum og Kol klifurapa með sér til að klífa hæstu tinda Evrópu. Annars eru böndin að byrja að skrá sig á Hróaskeldu og stefnir hún í að verða ágætis hátíð. Audioslave, Green Day, The dears og Black Sabbath (orginallinn) Annars mælir Uxinn með Ben Harper with the Blind Boys of Alabama og Metró Íslands Uxinn....á ennþá svolítið í land með metróið en stefnir á toppinn!!!
|