Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
föstudagur, október 24, 2003
Gott nafn á góða síðu....Ég rakst á heimasíðuna RASS og mér til mikillar furðu var þetta ekki heimasíðan hjá félaga mínum og náfrænda Gullu honum Ottó Rass. Merkilegt nokk. Líka frekar skemmtilegt e-mail gefið upp þar "rass@rass.com". Það er greinilega mikið af skemmtilegum síðum í gang á "Lýðnetinu" (fengið frá Jóni h.). Svo er líka hægt að kaupa slóðina fyrir breskan rass . Annars held ég að breskir rassar séu ekkert spes. Þeir eru bara ekkert veðraðir eins þeir íslensku. Annars kom langlokan hann bróðir minn í gær, nýklipptur og fínn beint frá Jón Atla. Hann kom með tvo pakka af opal og aðra tvo af royal búðing, sem verða geymdir fyrir rembukvöld danmerkurdeildarinnar. Annars er þetta bara eins og venjulega Ómar á kvennafari og ég bara að leika við Króatíska villimenn.
miðvikudagur, október 22, 2003
Röflandi dvergar og andfýla...Það gerðist svolítið hressandi og gleðilegt í gær. Ég var í mestu makindum í strætó á leiðinni niður á lestarstöð, og var bara svona þokkalegur. Skyndilega heyri ég einn baunan fara röfla og tuða eitthvað, ég var nú ekkert að kippa mér upp við þetta því þeir röfla daglega. í einskærri forvitni lít ég við og sé þarna einmanna karlræfil sitjandi við gluggan. Baba-bab en ég hélt að hann væri sitjandi, og það var hann svo sannarlega ekki. Þetta var svona mini-mann, nánar tiltekið dvergur. Og bara ekkert að því. Nema hvað að kallinn var farinn að nöldra í mér. Eins og það væri mér að kenna að strætóinn væri of seinn. Ég auðvitað skyldi ekki nokkurn hlut af því sem mannfýlan var að segja og sneri mér bara undan. Þá fer hann bara að ýta í mig og hvísla einhverju að mér og þvílík andfýla. Ég bara vissi ekki að það væri hægt að lykta eins og hundshræ. Þetta endaði auðvitað bara á því að ég tók "Lilla" ,eins og ég kalla hann, undir hendina og hreinlega tók útspark á við atvinnu markmann. Og held ég bara að Lilli hafi verið þokkalega ánægður með lífið þegar hann skoppaði niður götuna aðeins blóðugur en samt þokkalega snyrtilegur.Uxinn......stefni á atvinnumanninn
|