Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Sven er kominn heim...Já mikil og ægileg gleði braust út meðal heimilismanna í Axlarhæð 38. Því hann Sven okkar Katterlund hefur loksins skilað heim. Eftir þriggja vikna gagnslausar leitaraðgerðir Spjátrunganna í Rauðagerði náðu þeir loksins að lokka svían heim. Þeir notuðu taktík sem er þekkt í Svíþjóð og hefur verið notuð þar svo lengi sem menn muna, þeir einfaldlega sýndu létt erótísku verðlaunamyndina "Emil og langsokk í hlöðunni".Um miðjan gærdaginn sá Beggin loksins litla svíalinginn þar sem hann var í óðaönn að merkja sér svæði. Beggi hljóp auðvitað út og reyndi að ítrekað að tjóðra Hr.Katterlund en eins og svo oft áður brást hnésbótin honum Begga enda enginn venjuleg hnésbótarsótt sem drengurinn þjáist af. Sven slapp og hvarf inn á milli trjánna. Maður er bara svo sexí í þessum Seinna um daginn fórum við að taka eftir því að hinir ýmsustu hlutir fóru að hverfa. Þar á meðal gasgríman og kúrekahatturinn hans Begga og svo grænu og gulu nærbuxurnar mínar. Okkur er nú farið að gruna að hann Sven sé hérna einhverstaðar og munum við reyna okkar allra besta bæði við að finna draslið okkar og ná mynd af svíagrýlunni. Uxinn....Var nýorðinn vanur þessum brókum!!
sunnudagur, nóvember 16, 2003
Barbari að austanTony Braco, yfirmaður í króatíska stílista félaginu, kíkti við um helgin. Var hann hress í staði enda nýkominn úr stólpípu, sem hann ku fara reglulega í, enda bæði þægilegt og gefur góðan anda. Uxinn....bauð upp á ísl. landa og mör!
|