Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
laugardagur, nóvember 08, 2003
Beggi hressi........Helvíti er bergurinn alltaf hress. Eftir að hafa nýtt mér öll mín sambönd, talað við alla mína kunningja og leitað í öllum dýragörðum Kaumannahafnar, náði ég loksins í myndirnar sem við höfum öll beðið eftir. Myndirnar af Begga á veiðum. Eins og sést er hann einbeittur, ákveðið og eigingjarn. Hann stoltur, stæltur, loðinn á sumum stöðum (að vísu ekki í hægri handarkrikanum) og fagur í alla staði. Straumlínulaga veiðistellingin er ávísun á að hann hafi valið sér bráð. Bráð sem sleppur ekki ósködduð úr hrömmum hins illa. Taktíkin er einföld enda kann drengurinn bara eina aðferð. Hann velur vandlega auðveldustu bráðina. Skaddaðar, bæklaðar eða einfaldlega offullar. Eins og önnur dýr merkunar er hann einfari, einbýlingur og fer illa innan um aðra á veiðum. Hans sterkasta vopn er GSM og drykkja. Hann fellur illa í umhverfið, enda er næpufölur varla felulitur. Illa lyktandini og rauðþrútinn í framan er hann ekki það skemmtilegasta sem þú sérð í frumskógi stórborgarinnar. En hann er sjaldgæfur mjög og er þess vegna eftirsóknarvert að sjá dýrið á veiðum. Ef þú sérð hann á veiðum er þér hollast að halda þér í góðri fjarlægð en það er samt um að gera að fylgjast með honum, því eins og fyrr sagði er Begginn alltaf hress. Uxinn.......sérstakar þakkir til Rauða!
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Gleðinn gengin í hús...Nú loksins eftir 4 sorgardaga tókum við frændur aftur upp gleðina. Það er kominn nýr nágranni!! Alveg hreint frábært kvikyndi sá arna. Hann heiti Sven Per Katterlund, ljóshærður, stæltur fallegur og ekki er það verra að draslið er svíi. Mamma hans er Svíagrýlan en hann vill helst ekkert tala um föður sinn, sem við vitum þó fyrir víst að er Hans Nóbel, eða herra Nóbel eins og við köllum hann. Sven mætti hérna seint í gærkveldi, hress að vanda og sönglaði stefið úr "Emil í kattholti" enda Emil hálfbróðir hans. Við horfðum auðvitað á hann úr felum eins og hann Alli Kamarú, foringi í heimavarnarliðinu, kenndi okkur. Og náði meira að segja mynd af honum þar sem hann gekk inn heimkeyrsluna með nærbuxurnar á hausnum, hann er hress. Já lifi Svíþjóð og lifi Selvogur með sína fögru skóga og bleiku hlíðar..... Uxinn......kallaður Hr.Níels!!
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Sorgartímar á Axlarhæð 38...Elsku kínverjinn okkar er fluttur út með allt sitt drasl. Mikið hvað ég sakna steikingarbrælunar, ryksuguvælisins og litla skrípisins. Engin öskur á morgnana, enginn rembingur á neðri hæðinni. Hann var sannarlega karl í krapinu hann hr. Xiu Dong, lét engan vaða yfir sig á skítugum skónum. Og ekki kom til greina að hann tæki til eða skeindi skrípinu. ónei hann stóð sko uppréttur á sínu heimili.Xiu var ekki aðeins Asíu meistari í Pingpong og Pönduhlaupi heldur var hann mikils metinn áhrifamaður innan Flokksins enda fyrrum aðstoðar Aðalritari. Hann byggði Kína múrinn , pýramídana, skrifaði Heimskringlu og setti met í að borða áðnamaðka (12 maðka). Hann fann upp ostaskerann, Indverjann og Akureyri. Frábær kall sem við ómar eigum eftir að sakna. Uxinn.......græt mig svefn!
mánudagur, nóvember 03, 2003
Lauslæti eða vændi....Skemmtilega þessi umræða um vændis frumvarpið. Mér er spurn, er maður settur inn þegar maður splæsir drykk á íslenskar meyjar í þeim tilgangi einum að reyna fá þér heim með sér. Þannig séð er maður að reyna ginna þær heim. Einnig er verið að tala um orðin "lauslæti" og "vændi". Það á að breyta orðinu lauslæti í vændi í íslensku lögunum, ég bara vissi ekki að orðið lauslæti væri notað í ísl. lögum. Hressandi að vita það. Annars skil ég ekki af hverju það á breyta orðinu þar sém mér skilst að það þýði ekki það sama. Ég get til dæmis ekki sagt að margir sem ég þekki séu ekki lauslátir, enda höfum við vel flest ábyggilega verið lauslát á einhvern hátt. Allavega ég. Þar sem ég hef verið "lauslátur" er ég þá að verða "vændismaður". Það er hressandi. Mér hefur nefnilega alltaf langað til að verða "Hóri". Kannski get ég þá loksins kært ómar fyrir að leita á mig í svefni. Hahahahaha...þetta er svo frábært!Uxinn....'McAngus red uxahóri'
|