Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Jæja....Djöfull maður ég er búinn að vera alla vikuna að pæla hvað ég á að skrifa. Reyndar frétti ég að konan mín hefði verið frekar hress í gær. Áskell bróðir sagði að hún hefði komist á lista yfir 5 ölvuðustu manneskjur sem hann hefur séð. Það er gott að hún er hress og jafnvel betra að hafa durg eins og litla bróðir að passa upp á hana.Annars náði ég annari mynd af Bergnum og í þetta skiptið rétt eftir veiði. Beggi var að koma af klósettinu og var með vininn á öxlinni. Að vanda var Beggin var stoltur og tók pósu fyrir mig enda ánægður með "Guðjón". Begginn með "Bjarnþórinn" á öxlinni, stoltur að vanda Að vísu hefur "Ormurinn" á honum Begga stækkað gríðarlega undanfarnar nætur og tel ég það vera nokkuð víst að Beggi laumist í lyfjaskápinn hjá honum Xiu (fyrrverandi nágranna okkar). En þar sá ég slatta af pillum sem Xiu vildi ekki tjá sig um. Einu áhyggjurnar sem ég hef núna eru þær að senn fer að nálgast mökunartímabilið hjá Begga og þar sem við sofum í sama rúmi er ég farinn að sofa á bakinu. Spurningin er hvort danir eigi Astro-glide eða hvort ég eigi bara að fara sofa með smjörstykki undir koddanum. Uxinn......er farinn að heyra mökunarköllinn á nóttinni!!
|