Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
mánudagur, september 20, 2004
MC5 rokk og sólJá við Svenni sveitti brugðum okkur á Loppen, í reykbæli nokkru kennt við kristján konung, til að sjá hina goðsagnakenndu MC5. Fyrstir á svið voru sænskir frændur okkar í hljómbandinu Dollhouse, held ég að þeir hafi nefnt sig. Þeir voru hressir, minntu á svona óld skúl blús-rokk band. Helvíti fínt hjá þeim strákunum og mæli ég með þeim fyrir forvitna, þá á tónleikum, en veit ekki hvort ég myndi kaupa diskinn. Nú var komið að stórbandinu MC5 sem reynda hét þetta kvöld DKT/MC5. Þar sem tveir meðlimir eru ekki meðal vor fengu þeir MC5 meðlimir þrjá gesta söngvara með sér og voru þeir sérkennileg blanda, einn pönk öskrari, einn hippi og svo alvöru soul gyðja með afró. Nú upphófst mikil gleði sem var allt frá rólegheita blús slögurum þar sem fullvaxnir karlmenn grétu á öxlum hvors annars upp í pönklæti þar sem var múgsvigað (crowdsurfað)og fyrir þá sem hafa farið á loppen þá býður sá staður eiginlega ekki upp á múgsvig. En vel heppnað kvöld sem kom mér skemmtilega á óvart. Lína kvöldsins var "Djöfull var krumminn graður!". Uxinn...ánægur með gott kvöld!
Arabinn sem situr við hliðina á mér er svo andfúll að ég reyndi að smygla smint í kaffið hjá honum í morgun... Uxinn...í heilögu stríði gegn andfýlu
|