Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
fimmtudagur, júní 01, 2006
Nú getur maður googlað á føroysk Uxinn... mogga, afgangur og allt hitt p.s. Kjakið varð tíanverri lagt í oyði av hackarum herfyri, og er tí farið fyri skeytið.
sunnudagur, maí 28, 2006
27....Lenti í því um að daginn að fara tala um rokkstjörnu dauða og þá auðvitað hina stórfenglegu tölu 27. Hafa ófáar stjörnunar látið lífið þegar þessum merka aldri er náð . Nema hvað að við fórum að ræða hvaða stjarna í dag væri nógu "stór" til að komast í 27 ára elítuna. Og þegar ég tala um elítuna þá eru það auðvitað Janis Joplin, Jim Morrison, Kurt Cobain, Jimi Hendrix og tja jújú líka Brian Jones. En það er eiginlega enginn tónlistarmaður í dag sem er svipað stórt nafn og þessar gömlu hetjur. Það eru auvitað til menn eins og Bono, Bowie, Holy B og fleiri en þetta er allt menn komir yfir 27 ára aldur og í augnablikinu man ég bara ekki eftir neini stór stjörnu sem er við 27 ára aldurinn. Nema, og þessi einstaklingur er eiginlega frægari fyrir annað en tónlist, Pete Doherty . Málið er að hann er kannski ekki heimsfrægur en ég er viss um að ef hann drepst 27 ára, sem er á þessu ári, þá verður hann færður upp í frægðarhöll rokksins sem brautryðjandi og alvöru rokkdópari, enda er enginn áhugamaður um eiturlyf hér á ferð. Hugsanlega á hann þetta ekki skilið en ég hef svona lúmskan grun um að hann taki svona atriði eins og svo margir listamenn og verði mikið frægari eftir að hann drepst... Uxinn...Nú er bara byrja að semja og dópa. Hef bara 7 mánuði
|