Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
þriðjudagur, september 28, 2004
Sæl verið þið öll. Ég vil byrja á að þakka Þránni og hans meðbúendum fyrir gott partí á föstudaginn síðasta, Olav von Ölves fyrir helgina, Hauk fyrir góða kynni og síðast en ekki síðst Whitesnake fyrir að láta mig missa af sér. Helgin var annars bara góð með almennum drykkjulátum á föstudeginum og duglegum slappleika á laugardeginum. Á laugardagskveldið sátum við hjónin svo yfir honum Kobba litla. Sunnudagurinn var svo bjór, nautasteik, og svo aðeins og mikill bjór en hressandi. Annars vil ég minna á nokkra komandi atburði hér í kóngsins. Cannibal Corpse 4. okt Entombed 6. okt No Means No 13. okt Machine Head 3. nóv Graham Coxon þann 11. nóv. Deicide 13. nóv Nick Cave 19. nóv Rammstein 20. nóv Interpol 26. nóv. Kings of Leon 4. des. Motorhead & Sepultura 12. des Uxinn...svo er Geirmundur í Tívolíinu!!
|