Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
þriðjudagur, mars 09, 2004
Svona í þreyttari kantinum..Æj ég er svo helvíti latur eitthvað að ég hef ekki nennt að skrifa í lengri tíma og frekar einbeitt mér að alvarlegri hlutum eins og almennum drykkjulátum og leiðindum. Hef sett stefnun á að vera rakur út vikuna...Annars er bara allt gott að frétta. Brá mér á fyllerí með skólafélögunum á föstudaginn. Og eins og sést var gífurleg gleði í gangi. Og þá séstaklega hjá honum Rassmus sem er þarna með gleraugun en hann var nýbúinn að setja persónulegt met í Tetris, eða 27 stig. Til hamingju rassi. Það er líka gaman að segja frá því að þarna fyrir aftan hann eru Indversku diskó drengirnir Salami og Malakoff. En þeir þykja með öllu öfugir, enda sjaldan hressari en í morgunsárinu! Annars hef ég nú sagt skilið við þessa vitleysu og er farinn að einbeita mér að því að siða helvítið hann Böðvar til, en það verður víst einhver að fara kenna þessum ræfli almenna mannasiði og kurteisi. Annars sýndi hún Hildur mín og sannaði að það er ýmislegt til í ljósku sögunum. En hún elskan mín skundaði, ásamt Auði Rún, út á flugvöll á föstudaginn að ná í Eyrúnu sem var að koma heim eftir ársdvöl með mannætum og barböru í Suður-Ameríku. En þegar hún Hildur mín var búinn að sitja út á flugvelli í ríflega klukkustund að bíða, uppgvöta þær, Hildur og Auður, að hmmm jú Eyrún átti ekkert að lenda á Föstudegi heldur átti hún koma á Laugardegi. Ljóshærðinn eitthvað að segja til sín. Svo á laugardaginn gerðum við ekki neitt nema ropa, reka við og ég held að Beggi hafi togað í spottann á sér (Maður ætti kannski frekar að kalla þetta þráð). Já þetta er alls svo frábært.... Uxinn...Hann er nú samt ágætur, hann Böðvarinn!! P.S Til hamingju Emil og Helga
|