Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
miðvikudagur, október 20, 2004
Íslensk gleði og meira ruglJæja þá er íslandsreisu lokið og maður er kominn aftur í slökun til Danmerkur. Að vanda, eins og er með íslandsferðir, var lítið um rólegheit. Ammæli, endalaus matarboð og mikið af almennri drykkju, en allt gott og blessað. Eiríkur er orðinn húseigandi og þurfti ekki að kaupa stiga því Gestur uppgvötaði að hann hefur lengri hægri framhandlegg en vinstri, Rosso orðinn liðsforingi í seladeildinni, Svenni svitnaði víst mikið í óvenjulegum stellingum, Freyrinn er orðinn námshestur, Steinar fór í felur og sást ekkert, og Hressi gaurinn flúði á endanum til Danmerkur. Bucchoinn keyrði nýja bílinn á gæsahóp sem hann tók svo og eldaði af mikilli list og Surturinn gerðist partýóður.En flottastur var þó kvikyndið hann Árni vinur minn Grái sem óskaði sér "folands" í jólagjöf og ákvað svo seinna um nóttina að sleppa því að fara á Hestamannskrall daginn eftir, þrátt fyrir að vera mikill hrossabóndi. Ballið var nú samt sem áður mikil gleði og hamingja með einstaka árekstrum, enda geta ekki allir verið skemmtilegir. En Buccho Lex fær sérstakar þakkir og veit hann fyrir hvað. Uxinn...hef aldrei orðið þreyttari en eftir þetta vetrarfrí
|