Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
laugardagur, janúar 10, 2004
Jólahvað...Jæja þá er Jesú fæddur og búið að fagna því með drykkju, áti og gjöfum. Að vanda kom ég út í plús un jólin enda lagði ég mig fram í að kaupa jólagjafir í Ótrúlegu búðinni og Bónus og heimtaði í staðinn gullhúðaða brauðrist og fjarstýrðan bíl. Fékk reynda ekki bílinn en fékk samt brauðrist ( hún var ekki gullhúðuð).Annars átti ég bara fín jól, flaug til íslands 20. des var fullur þegar ég lenti, fór síðan í partý, svo á HM (þar sem bjórbandið rokkaði), og svo drapst ég. Síðan borðaði ég ónýtan mat á þorláksmessu og fékk mér bjór um kvöldið. Svo fæddist Jesú og ég fékk pakka. Seinna í vikunni hitti ég svo Rembubræður og var fullur. Fór síðan upp í bústað með Rosso og drakk bjór og rauðvín. Svo kvaddi ég gamla árið með því að vera fullur á balli með hljómsveitinni Feðgarnir. Klassagrúppa sem rokkar!! Svo kom nýtt ár þar sem ég fékk mér bjór. Svo hef ég bara frekar lítið gert nema skíða, glápa á imban og flytja hana Petu á Kjarrastaði til hans Brynjars bústólpa. Fékk mér reyndar bjór í gær og horfði á þetta helvítis Idol djöfull var ég feginn að getað einbeitt mér að bjórnum!! Það vaknaði reyndar hjá mér spurning um hvernig flyðran, sem nánast hitti ekki á réttan tón og sagði sjálf að hún sukkaði, skildi komast áfram. Skrýtið þetta Ísland. Uxinn..... ég bara veit ekki!!
|