Meistari dagsins
--"he sure can sing the shit out of a song"
Uxinn hefur áður dásamað fagurgalan Mark Lanegan. Er þetta bæði drengur vænn og góður. Mark þessi gerði garðinn frægan hljómsveitinni Screaming Trees, sem áttu nokkra slagara en féllu kannski aðeins í skuggan af böndum eins og Nirvana og Soundgarden.
Fyrsta sóló platan á að vera blús plata og átti meðal annars að vera unnin með Kurt Cobain og Chris Novoselic úr Nirvana. Eitthvað fór úrskeiðis í þessu samstarfi og endaði með því að hann gerði plötuna, The Winding Sheet, án Nirvana meðlimana. Plöturnar: Whiskey For The Holy Ghost; Scraps At Midnight; I'll Take Care of You; Field Songs og Here Comes That Weird Chill, fylgdu í kjölfarið.
Eftir þokkalegan sólóferil fór kauði eitthvað að vesinast með Joshua Homme úr QOTSA og kom svo inn sem session spilari hjá þeim félögum. Og er Mark til að mynda nefndur á heimasíðu QOTSA sem meðlimur í bandinu. Gaman, gaman og þá sérstaklega fyrir hann. Árið 2004 kom svo út platan Bubblegum sem ætti að teljast meistarastykki, og var meðal annars á lista yfir bestu plöturnar það árið. Uxanum finnst að þessi gripu ætti að vera til á öllum heldri manna heimilum. Áður en Bubblegum kom út var Mark orðinn 'inn' og átti hann orðið allskyns hljómsveitar vini. Þessir vinir hans komu honum til aðstoðar á Bubblegum og má meðal annars nefna P.J. Harvey, Joshua Homme og Nick Oliveri úr QOTSA sem og fyrrum meðlimir Guns 'n Roses Izzy Stradlin og Duff McKagen. Ekki slæmur félagskapur það.
En ástæðan fyrir þessum skriftum Uxans er ekki Bubblegum end hefur Uxinn dásamað þá plötu í fyrrum skrifum sínum. Heldur vill Uxinn á framfæri nýrri plötu og samstarfsverkefni Mark Lanegan og Isobel Campbell. Isobel þessi er fyrrum söngspíra Bell & Sebastian, og þar af leiðandi mikill gleðigjafi. Afurð þessa ágæta fólks heitir Ballad Of The Broken Seas og er sérlega fínt verk. Rólegheitin svífa yfir vötnum og hás wiskey rödd Marks nær nýjum hæðum. Mælir Uxinn með flösku af góðu víni, kertaljósum og sverum vindli til hlaustunar á þessu meistaraverki. Fjórar perlur af fimm.
Uxinn...varð bara hálfrómatískur þegar hann heyrði ballöðuna fyrst
| |