UXINN

brennið þið vitar..
Guttormur@hotmail.com +45 61448757

Fallega fólkið

Aldís
Maggi Steri
Suburban
Grettir
Helga Rúna
Hildur beib
Hljómur
Ævintýri Nasarets
Rut og Stebbi
fokkfeis
Disco Dóri
Olav von ֖lves
Una
Hjölli Rokk
Vodka hóran
Erlingur
Prelli
Gölturinn!
Eva Þvengur
Rakel
Herra Kjáni
Cosmo

Hresst

Bjórbandið
Royal Fortune
Soundvenue
Rótæki armur Rauðu hárkollunar
B2
Klósettfræði 101
Hvernig á að reima skó

Tónleikar

Loppen
Vega
Pumpehuset
Pönkaranir
Global
The Rock

og hitt

Home sweet...
Skólinn
Blaðið

Gamla draslið

08/24/2003 - 08/31/2003 08/31/2003 - 09/07/2003 09/28/2003 - 10/05/2003 10/05/2003 - 10/12/2003 10/19/2003 - 10/26/2003 10/26/2003 - 11/02/2003 11/02/2003 - 11/09/2003 11/09/2003 - 11/16/2003 11/16/2003 - 11/23/2003 11/30/2003 - 12/07/2003 12/07/2003 - 12/14/2003 01/04/2004 - 01/11/2004 01/25/2004 - 02/01/2004 02/01/2004 - 02/08/2004 02/15/2004 - 02/22/2004 02/22/2004 - 02/29/2004 03/07/2004 - 03/14/2004 03/14/2004 - 03/21/2004 03/21/2004 - 03/28/2004 04/04/2004 - 04/11/2004 04/11/2004 - 04/18/2004 05/02/2004 - 05/09/2004 06/06/2004 - 06/13/2004 06/13/2004 - 06/20/2004 07/04/2004 - 07/11/2004 07/11/2004 - 07/18/2004 08/29/2004 - 09/05/2004 09/05/2004 - 09/12/2004 09/12/2004 - 09/19/2004 09/19/2004 - 09/26/2004 09/26/2004 - 10/03/2004 10/03/2004 - 10/10/2004 10/17/2004 - 10/24/2004 12/12/2004 - 12/19/2004 01/23/2005 - 01/30/2005 01/30/2005 - 02/06/2005 03/20/2005 - 03/27/2005 04/03/2005 - 04/10/2005 04/24/2005 - 05/01/2005 05/08/2005 - 05/15/2005 05/29/2005 - 06/05/2005 06/12/2005 - 06/19/2005 03/12/2006 - 03/19/2006 03/19/2006 - 03/26/2006 03/26/2006 - 04/02/2006 05/07/2006 - 05/14/2006 05/14/2006 - 05/21/2006 05/28/2006 - 06/04/2006 10/15/2006 - 10/22/2006 10/22/2006 - 10/29/2006 10/29/2006 - 11/05/2006 11/12/2006 - 11/19/2006 11/19/2006 - 11/26/2006 11/26/2006 - 12/03/2006 12/03/2006 - 12/10/2006 01/07/2007 - 01/14/2007 01/28/2007 - 02/04/2007 02/18/2007 - 02/25/2007 02/25/2007 - 03/04/2007 05/06/2007 - 05/13/2007 07/08/2007 - 07/15/2007 07/29/2007 - 08/05/2007
spacer!
Rauður, svona rétt í morgunsárið
þriðjudagur, júlí 13, 2004

Roskilde framhald...

Föstudagur:

Hildur vaknaði eldsnemma og ákvað að vekja mig því hún gat ekki sofnað aftur og nennti ekki að vera ein vakandi. Jæja nú var ég vaknaður og þá sofnaði Hildur aftur. Ekki gaman að vera einn vakandi á föstudagsmorgni, þannig að ég tölti og keypti mér sólstól og melónu og sat svo í drullunni í einn og hálfan tíma að njóta sólarinnar og slefa af græðgi yfir melónubitanum. Þegar ég loksins drattaðist upp í tjald aftur voru allir vaknaði. Og þá var ákveðið að halda út á svæði, þar sem ég hafði verið fyrir 2 mín. Minns verður bara að hlýða og fylgja á eftir. Fyrsta bandið sem við kíktum á voru The Hells, brjálað breskt dúó með tvo gítarleikar . Þau voru hress og rokkuðu mann í gang svona í morgunsárið. Nú var liðið að matmálstíma sem var ekki merkilegur fyrir utan að Njörður missti hamborgarann ofan í bjórinn, kannski svona jú had tú bí þer brandari. Nú tóku við tónlistarstjórnun nokkrir brjálaðir frændur okkar frá Umeå í Sverige. Meshuggah heita þeir félagar og voru hressir fyrir þá sem þá “fýla”, mér fannst þetta nú ekki alveg það skemmtilegasta en söngvarinn fær nokkur prik frá mér fyrir að vera hálfgeðveikur í útliti. Eftir nokkur lög með svenskunum ákvað ég að draga alla með mér á “breska belju sem býr í Seattle þar sem rignir geðveikt mikið og þess vegna er hún þunglynd” (eins og ég orðaði þetta), Jesse Sykes heitir stúlkan og er henni líkt við Neil Young og fleiri meistara. Jújú allir voru nú til í að mæta með mér og við strunsum á stað. Jæja nú vorum við loksins komin á svæðið allir svona ofboðslega hressir, dansandi og hoppandi og belja að syngja á spænsku og hún hljómaði ekkert svo þunglynd og hvað þá í líkingu við Neil Young. Hmm, jú enn og aftur hafi ég farið á vitlaust svið og allir skömmuðu mig eins og ég ætti bara vita allt. Nema hvað að þetta band var bara helvíti skemmtilegt. Amparanoia heita þau og mæli ég með þeim fyrir alla sem vilja dansa salsa, rúmbu og allt það drasl. Eftir að hafa tekið nokkur dansspor var ákveðið að kíkja á gamlan íslandsvin herra Graham Coxon (fyrrum gítarleikarinn í Blur) og verð ég bara að segja að þetta voru þeir tónleikar sem komu mér mest á óvart. Old school pönk í lengri útgáfum og með alvöru gítarsólóum. Hann var ekki bara djöfull geðveikur heldur grunar mig að hann hafi hitt á Skugga áður en hann mætti á svið. Mæli sérlega með kallgreyinu. Jæja nú var Bowie búinn að “cancela” og Slipknote mættu þess vegna í staðinn. Ég var nú tiltöllega nýbúinn að sjá þá í Parken en held bara svei mér þá að þeir hafi verið betri á Roskilde ef eitthvað er. Djöfull voru þeir andskoti góðir, marr! Ef þeir eiga leið um nálægt ykkur þá má ekki missa af þeim, algjört möst. Eftir Slipknote stigu Pixies á svið og keyrðu prógramið í geng án þess að segja stakt orð. Mér skildist að þetta hefði verið sama prógram og þeir tóku heima nema tjellingin sagði víst tvisvar “Tak” hérna. Þéttir í hljómur og reyndar á sviði líka, helvíti er kallinn orðinn þéttur. Sviku engan en ef einhver hefði verið með amfetamínstera þá hefði þau sennilega verið aðeins hressari. Kvöldið endaði síðan á hinum eitruðu svenskum The Hives. Þarna er mættur ein svalasta hljómsveit samtímans sem meira segja átti mikið meira af góðu efni en ég hélt. Sveittir og svalir, þá var hlunkurinn á gítarnum sennilega sveittastur. Jæja nú var málið bara að fá sér bjór og ná sér niður eftir daginn.

The Hells – Hresst spænskt-amerískt dúó sem rokkar. Maður fær svona ágætis kláða í og við hið ætíð viðkvæma morgunsári... Þrjá trópí af fimm!!
Meshuggah – Ekki alveg minn diskur en maður kannski gaf þeim ekki alveg nógan sjéns. Þekki samt nokkra gallharða rokkara sem syngja Meshuggah slagar þegar verið er að svæfa börnin þanning að ég ætla ekki að segja neitt ljót um þá... tvo fulla svía af fimm draugfullum!!
Amparanoia – Suður-amerísk stemmning sem fær mann til að halda að maður kunni að dansa, ég sá það samt fljótt að ég kann það ekki. En mér finnst nokkuð gaman að svona tónlist ef ég fæ gott sæti og þarf ekki dilla mér. Veit að Gísli Ragnar var einhverstaðar þarna að taka róbótinn... 3 mangó af fimm!!
Graham Coxon – Hvað á maður að segja. Þessi maður kom mér mest á óvart af öllum. Eitraður af geðveiki og einhverju meiru. Mæli sérlag með kauða... fjórir bjórar af fimm!!
Slipknote – Uss maður. Minnir mig á stemmninguna þegar ég mætti á ball með Geirmundi á Hótel Örk. Algjörir meistarar. Er að hugsa um að fara á Slayer og Slipknote í september og mér fannst þeir leiðinlegir fyrir 4 mánuðum síðan.... Fjórar geirvörtur af fimm sveittum!!
Pixies – Þarf maður að segja eitthvað um þá. Þið sem sáuð þá annaðhvort heima eða á Roskilde vitið allt sem þarf að segja. Frábærir skrattakollla... fjórir stórir af fimm sverum!!
The Hives – Það besta sem svíar hafa getið af sér síðan Ace of Base, jafnvel betri ef eitthvað er. Best var samt að þeir gerðu svona nett grín af dönunum sem urðu hálf sárir yfir því.. fjórir kebab af fimm vondum!!


Jæja laugardagurinn kemur næst þegar ég nenni að gera eitthvað!!

Uxinn...æj hvað ég er sveittur


maystar design