Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
mánudagur, apríl 25, 2005
Íslenskur erfingi krúnunnar???Ég glaður tilkynni hér með að vinur minn, frændi og höfðingi, hann Ómar Berg á von á afkvæmi. Já nú er mörgum bjarnanum brugðið en þannig er mál með vexti að hún Magga Drottning bauð okkur frændum í kaffipartý í febrúar. Partýið var nú svo sem ekkert sérstakt nema hvað að hann Ómar fór að gera hosur sínar grænar fyrir henni Maríu prinsessu, þetta endaði svo allt saman í ósköpum þegar hann Frikki prins nappaði Begga á kamrinum... með prinsessunni. Beggi vildi nú lítið tala um þetta nema að hann hefði fengið að "gilja sína fylli". Og svo var það á þessum guðdómlega degi í dag að konungsfamelían tilkynnti að erfinginn væri í ofninum og að faðirinn væri óþekkur en þjóðþekktur barbari frá einhverju flæðiskeri fyrir norðan. Til hamingju frændi sæll og megi frumburðurinn verða bæði fagur og sæll eins og faðir sinn.. Uxinn....það er svo gaman að vera fluga á vegg!!
|