Rauður, svona rétt í morgunsárið | |
föstudagur, júlí 09, 2004
Roskilde we love júJæja ætli það sé ekki kominn tími til að fara yfir Roskilde helgina. Til að byrja með var allt í drullu, síðan virtist veðurguðirnir ekki alveg vera sammála hvort það ætti að vera sól og blíða eða þrumur og eldingar. En ég náði að brenna á nefinu merkilegt nok. En jújú eins og ég hafði ætlað mér þá náði ég að sjá þónokkur bönd og mun ég renna svona nett í gegnum þetta:Fimmtudagur: Missti af Blonde Redhead út seinkomu á svæðið. Hélt reyndar að ég væri að ná síðustu lögunum þegar ég fattaði að hljómsveiti sem ég var að horfa á var dönsk og heitir Diefenbach en þeir eru helvíti hressir stákar þanning að ég ákvað bara að klappa þá upp. Á eftir dönunum var haldið á Hatebreed, hress blanda af hardcore og metal, kannski bara metalcore. Þar rambaði ég á Eirík, Gísla og félaga í miklu rokki. Eftir Hatebreed var ákveðið að skella sér á Joss Stone, en hún ungpjatla frá Bretlandinu með rödd á við svera gospel dívu. Skemmtilega stelpa með helvíti vel spilandi band á bak við sig. Nú var farið að síga á seinni hlutan af fimmtudeginum og eiginlega ekkert eftir nema Korn. Þeir félagar í Korninu voru líka svona helvíti hressir. Tóku meðal annars One með Metallica og komu svo öllum á óvart með að taka The Wall eftir meistarana í Pink Floyd, mikil snilld og mikil gleði. En helvít er hann Jonni Davis þarna orðin sver og flottur, minnti helvíti mikið á Ron nokkurn klámkóng. Diefenbach – Hressir danskir rokkarar sem komu mér svo sannarlega á óvart þar sem ég hafði bara heyrt um þá en ekki í þeim... 3 pulsur af 5!! Hatebreed – Fyrir þá sem hafa gaman af því að fá hálsríg og missa röddina mæli ég sérstaklega með þeim. En þeir sem vilja fá eitthvað “singalong “ þá er þetta örlítið erfiðara að melta. Ég hafði gaman af þeim og tók eitt og eitt garg með þeim... 3 gúrkur af 5!! Joss Stone – Ung og efnilega soul díva. Var helvít sæt í þokkbót og með djöfulli velspilandi band með sér. Skemmtilegast var nú samt hvað viðbrögð áhorfenda komu henni mikið á óvart þar sem hún hélt greinilega að danir hlausti bara á Kim Larsen (sem er nú ekki svo langt frá sannleikanum)... 3 gellur af 5!! Korn – Hljómsveit í íþróttargöllum með söngvara sem lítur út eins og klámynda kóngur er kannski ekki alveg besta blandan. En þeir sönnuðu sig svo sannarlega með almennum hressleika og svellþéttri spilamennsku. Gaman að heyra coverlög og þá sérstakleg ef þau eru eftir Metallicu og Pink Floyd. Já besta bandið á fimmtudeginum... 4 rasskinnar af 5!! Æj ég nenni ekki að skrifa meira í dag. Þið fáið föstudaginn seinna!! Uxinn...drullugur og blautur og orðinn þreyttur í kálfunum!!
|